Eftirlit með innheimtu sekta og sakarkostnaðar. Skýrsla um eftirfylgni

(1210112)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
12.06.2014 55. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Eftirlit með innheimtu sekta og sakarkostnaðar. Skýrsla um eftirfylgni
Á fund nefndarinnar komu Kristín Kalmansdóttir og Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir frá Ríkisendurskoðun og Skúli Gunnsteinsson frá innanríkisráðuneyti. Kristín og Bjarkey kynntu efni skýrslunnar og Skúli gerði grein fyrir sjónarmiðum ráðuneytisins til hennar og stöðu málsins hjá ráðuneytinu. Þá svöruðu gestir spurningum nefndarmanna.
13.05.2014 53. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Eftirlit með innheimtu sekta og sakarkostnaðar. Skýrsla um eftirfylgni
Formaður kynnti að fulltrúi ráðuneytisins sem sér um málið væri í leyfi og lagði til að hann sendi bréf fyrir hönd nefndarinnar þar sem óskað væri eftir upplýsingum um stöðu málsins hjá ráðuneytinu.

Nefndin samþykkti það.
08.05.2014 51. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Eftirlit með innheimtu sekta og sakarkostnaðar. Skýrsla um eftirfylgni
Frestað.