Skýrsla um þjónustusamning ríkisins við Farice ehf.

(1211228)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
29.04.2014 46. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Þjónustusamningur ríkisins við Farice ehf
Ingþór Karl Einarsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Kristín Kalmansdóttir og Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir sátu fundinn áfram og gerðu grein fyrir sjónamiðum sínum varðandi málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þegar gestir höfðu vikið af fundi lagði formaður til að nefndin lyki umfjöllun sinni um málið að sinni en tæki það að nýju til umfjöllunar þegar Ríkisendurskoðun gæfi út eftirfylgniskýrslu um það. Var það samþykkt og jafnframt að bókað yrði að nefndin teldi brýnt að gerð eftirfylgniskýrslu um þjónustusamning ríkisins við Farice ehf. yrði hraðað eins og kostur væri. Var samþykkt að tilkynna Ríkisendurskoðun um þessa bókun.
27.03.2014 40. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Þjónustusamningur ríkisins við Farice ehf
Á fundinn komu Kirstín Kalmansdóttir og Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir frá Ríkisendurskoðun og gerðu grein fyrir afstöðu stofnunarinnar til svarbréfs fjármála- og efnahagsráðuneytis.

Samþykkt að fá fulltrúa fjármála- og efnahagsráðuneytis og Ríkisendurskoðunar að nýju á fund.
25.03.2014 39. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla um þjónustusamning ríkisins við Farice ehf.
Formaður kynnti nefndinni svar fjármála- og efnahagsráðuneytis við fyrirspurn nefndarinnar í tengslum við skýrslu Ríkisendurskoðunar um þjónustusamning ríkisins við Farice ehf. Hann lagði til að bréfið yrði sent Ríkisendurskoðun og afstöðu stofnunarinnar óskað. Var það samþykkt.