Skrifstofa rannsóknastofnana atvinnuveganna

(1303161)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
31.10.2013 7. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skrifstofa rannsóknastofnana atvinnuveganna
Formaður kynnti svarbréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis við erindi nefndarinnar frá 19. september um skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Skrifstofu rannsóknastofnanna atvinnuveganna (SRA). Í bréfinu kemur fram að unnið er að úttekt á starfsemi SRA og tillögur um fyrirkomulag rekstrar SRA verði unnar á grundvelli úttektarinnar. Formaður bar upp tillögu um að hætta skoðun máls enda væri málið í farvegi og unnið væri í samræmi við ábendingar Ríkisendurskoðunar. Var það samþykkt samhljóða. Nefndin hefur því lokið umfjöllun um málið.
19.09.2013 12. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skrifstofa rannsóknastofnana atvinnuveganna
Formaður lagði fram drög að bréfi til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis vegna skýrslunnar. Samþykkt var að senda bréfið og óska svars innan þriggja vikna.