Þjónustusamningar við öldrunarheimili. Ábending frá Ríkisendurskoðun

(1305097)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
31.10.2013 7. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Þjónustusamningar við öldrunarheimili. Ábending frá Ríkisendurskoðun
WÞÞ framsögumaður málsins kynnti drög að álit nefndarinnar. Formaður lagði til að málið yrði afgreitt frá nefndinni með álitinu og var það samþykkt. Undir áliti skrifa WÞÞ, ÖJ, BN, PHB, SigrM, VBj. BP áheyrnarfulltrúi er samþykk álitinu. Fjarverandi við afgreiðslu málsins voru JÞÓ, HHj og KG.
15.10.2013 5. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Þjónustusamningar við öldrunarheimili. Ábending frá Ríkisendurskoðun
WÞÞ framsögumaður málsins gerði grein fyrir efni minnisblaðs frá velferðarráðuneyti til nefndarinnar um stöðu þjónustusamninga við öldrunarheimili og nefndin fjallaði um málið.
19.09.2013 12. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Þjónustusamningar við öldrunarheimili. Ábending frá Ríkisendurskoðun
Á fund nefndarinnar komu Bolli Þór Bollason og Bryndís Þorvaldsdóttir frá velferðarráðuneyti. Fóru þau yfir afstöðu ráðuneytisins til ábendingar Ríkisendurskoðunar, greindu frá stöðu í samningagerð við öldrunarheimili og svöruðu spurningum nefndarmanna. Nefndin óskaði eftir minnisblaði um málið frá ráðuneytinu.