Umfjöllun um skýrslur Ríkisendurskoðunar

(1306161)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
11.03.2014 37. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Umfjöllun um skýrslur Ríkisendurskoðunar.
Formaður fór yfir yfirlit yfir skýrslur sem nefndin hefur til umfjöllunar frá 140. -142. löggjafarþings og nefndin fjallaði um frekari málsmeðferð einstakra skýrslna.

Frestað að fjalla um skýrslur á yfirstandandi þingi.
06.12.2013 21. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Umfjöllun um skýrslur Ríkisendurskoðunar
Frestað.
10.10.2013 2. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Umfjöllun um skýrslur Ríkisendurskoðunar
Nefndin ræddi stöðu þeirra skýrslna Ríkisendurskoðunar sem hún hefur til umfjöllunar og málsmeðferð þeirra og fór formaður yfir stöðu málanna en beðið er svarbréf ráðuneyta vegna margra skýrslanna. Þá kynnti formaður að velferðarráðuneytið hefði óskað eftir fresti til að skila minnisblaði vegna ábendingar um þjónustusamninga við öldrunarheimili sem nefndin óskaði á fundi sínum 19. sept.

Nefndin ræddi tvær skýrslur um fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins (ORRI), önnur um undirbúning og innleiðingu kerfisins frá 141. þingi og hin um uppfærslu kerfisins 2010 frá 142. þingi. Lagt var til að BN yrði framsögumaður málsins og var það samþykkt.

Formaður kynnti að minnisblað hefði borist frá Ríkisendurskoðun vegna skýrslu um þjónustu við einstaklinga með skerta hæfni. Þá lagði hann til að HHj yrði framsögumaður málsins og var það samþykkt. HHj kynnti að hann mundi vinna drög að áliti í málinu og kynna fyrir nefndinni síðar.

Nefndin ræddi tvær skýrslur sem vísað var til umfjöllunar nefndarinnar á 140. þingi þ.e. um þróun lyfjakostnaðar 2008 - 2010 og um Lyfjastofnun og bréf sem Lyfjastofnun sendi í tilefni af áliti nefndarinnar um þær frá síðasta þingi. Nefndin samþykkti að fjalla ekki frekar um skýrslurnar enda hefði hún lokið umfjöllun sinni um þær.

Nefndin ræddi skýrslu um greiðslur ráðuneyta til starfsmanna félagsvísindasviðs Háskóla Íslands sem vísað var til umfjöllunar nefndarinnar á 140. þingi. Tók nefndin ákvörðun um að ljúka umfjöllun sinni um málið.
17.09.2013 11. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Umfjöllun um skýrslur Ríkisendurskoðunar
Á fund nefndarinnar komu Sveinn Arason Ríkisendurskoðandi og Kristín Kalmansdóttir og Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir frá Ríkisendurskoðun. Kynntu þau efni eftirfarandi skýrslna Ríkisendurskoðunar og svöruðu spurningum nefndarmanna um þær:
Skýrsla um eftirfylgni: Kaup Fasteigna ríkissjóðs á málningarvinnu.
Skýrsla um eftirfylgni: Verktakagreiðslur hjá Fasteignaskrá.
Skýrsla um eftirfylgni: Framkvæmd búvörusamninga.
Skýrsla um eftirfylgni: Ábending um kaup á tækniþjónustu vegna Norðurlandaráðsþings
Skýrsla um ítrekaða eftirfylgni: Ráðstafanir gegn innflutningi ólöglegra fíkniefna.
Skýrsla um eftirfylgni: Viðskipti ríkisstofnana við 800 birgja.

Þegar gestir höfðu vikið af fundi ræddi nefndin ofangreindar skýrslur og tók ákvörðun um að taka þær ekki til frekari umfjöllunar.

Því næst kynntu gestir efni skýrslu um Orra - fjárhag- og mannauðskerfi ríkisins og skýrslu um fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins (Orri). Uppfærsla 2010. Að auki svöruðu þeir spurningum nefndarmanna. Samþykkt var að fjalla nánar um skýrslurnar síðar.

Þá var nefndinni kynnt ábending Ríkisendurskoðunar um þjónustusamninga við öldrunarheimili og að lokinni umræðu um hana tók nefndin ákvörðum um að kalla fulltrúa velferðarráðuneytis á fund sinn til að fjalla frekar um málið.

Næst var tekin til umfjöllunar skýrsla um skrifstofu rannsóknarstofnana atvinnuveganna (RSA) og kynntu gestir efni hennar auk þess að svara spurningum nefndarmanna. Þegar gestir höfðu vikið af fundi tók nefndin ákvörðun um að senda atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti bréf vegna skýrslunnar og óska afstöðu ráðuneytisins til skýrslunnar og upplýsinga um það hvort gripið hefði verið til aðgerða til að mæta ábendingum stofnunarinnar og þá hverra.

Þá var tekin til umfjöllunar skýrsla um stofnanir sem þjóna einstaklingum með skerta færni og kynntu gestir skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna. Nefndin fjallaði um málið.

Að síðustu kynntu gestir skýrslu um verkefni fyrrum Varnarmálastofnunar og svöruðu spurningum nefndarmanna um hana. Þegar gestir höfðu vikið af fundi var samþykkt að senda forsætisráðuneyti bréf vegna skýrslunnar og óska upplýsinga um stöðu málsins.

Þegar gestir höfðu vikið af fundi kynnti VBj drög að áliti um tvær skýrslur Ríkisendurskoðunar, um þróun lyfjakostnaðar 2008-2010 og eftirfylgni með skýrslu um Lyfjastofnun frá 2009. Nefndin ræddi drögin. Formaður lagði til að þau yrðu afgreidd frá nefndinni sem álit og var það samþykkt. Allir standa að álitinu.
12.09.2013 10. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Umfjöllun um skýrslur Ríkisendurskoðunar
Nefndin ræddi málsmeðferð þeirra skýrslna Ríkisendurskoðunar sem forseti Alþingis hefur vísað til nefndarinnar til umfjöllunar á yfirstandandi þingi og skipulagði fundi til umfjöllunar um skýrslurnar.
05.09.2013 9. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Umfjöllun um skýrslur Ríkisendurskoðunar
Formaður fór yfir fimm skýrslur Ríkisendurskoðunar sem voru settar í bið þar sem nefndin tekur þær hugsanlega til frekari umfjöllunar á næstu fundum, þ.e.:

Skýrsla um fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálafyrirtæki og stofnanir í kjölfar bankahrunsins.
Skýrsla um ORRA - fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins.
Skýrsla um eftirlit Tryggingastofnunar með bótagreiðslum.
Skýrsla um þróun lyfjakostnaðar og Skýrsla um eftirfylgni: Lyfjastofun (2009).
27.08.2013 8. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Umfjöllun um skýrslur Ríkisendurskoðunar
Nefndin tók til umfjöllunar málsmeðferð þeirra skýrslna Ríkisendurskoðunar sem forseti Alþingis vísaði til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. og 141. þingi en umfjöllun hafði ekki verið lokið.

Eftirfarandi ákvarðanir voru teknar um einstakar skýrslur:

Ábending frá Ríkisendurskoðun: Ítrekun. Endurskoða þarf löggjöf um verkefni Umhverfisstofnunar.
Nefndin tók ábendinguna ekki til frekari umfjöllunar enda er málið til umfjöllunar hjá viðeigandi aðilum stjórnsýslunnar.

Skýrsla um greiðslur ráðuneyta til starfsmanna félagsvísindasviðs Háskóla Ísland.
Samþykkt var að senda bréf til fjármála- og efnahagsráðuneytis til að óska frekari upplýsingar um málið, m.a. hvort og þá hvernig ábendingum Ríkisendurskoðunar hefur verið mætt.

Skýrsla um eftirfylgni: Kostnaður, skilvirkni og gæði háskólakennslu (2007)
Nefndin tekur málið ekki til frekari umfjöllunar.

Skýrsla um stjórnun og rekstur Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands.
Nefndin tekur málið ekki til frekari umfjöllunar.

Skýrsla um þróun lyfjakostnaðar 2008-2010 og Skýrsla um eftirfylgni: Lyfjastofnun (2009).
Nefndin frestaði fyrirtöku skýrslanna.

Skýrsla um Náttúruminjasafn Íslands.
Nefndin tekur málið til nánari skoðunar og aflar frekari upplýsinga um stöðu þess.

Skýrsla um rekstur og starfsemi hjúkrunarheimila 2008?2010.
Nefndin tekur málið ekki til frekari umfjöllunar.

Skýrsla um rannsóknarframlög til háskóla.
Samþykkt var að senda bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytis og fá upplýsingar um hvort og hvernig ábendingum Ríkisendurskoðunar hefur verið mætt.

Skýrsla um fjármálastjórn Landbúnaðarháskóla Íslands.
Nefndin tekur málið ekki til frekari umfjöllunar en sendir skýrsluna til fjárlaganefndar til upplýsinga.

Skýrsla um eftirfylgni: Útflutningsaðstoð og landkynning (2009)
Samþykkt var að senda bréf til utanríkisráðuneytis og kanna hvort og þá hvernig ábendingu Ríkisendurskoðunar hefði verið mætt.

Árskýrsla Ríkisendurskoðunar 2011.
Nefndur tekur málið ekki til frekari umfjöllunar.

Skýrsla um frumgreinakennslu íslenskra háskóla.
Samþykkt var að kanna málið frekar.

Yfirlit um sjálfseignarstofnanir og sjóði sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá fyrir rekstrarárið 2010.
Samþykkt var að senda bréf og kanna hvernig skil sjálseignarstofnana á ársreikningum til Ríkisendurskoðunar stæðu.

Skýrsla um eftirfylgni: Heilbrigðisstofnun Austurlands (2009)
Nefndin tekur málið ekki til frekari umfjöllunar.

Skýrsla um fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálafyrirtæki og stofnanir í kjölfar bankahrunsins.
Nefndin frestaði fyrirtöku skýrslunnar.

Skýrsla um eftirfylgni: Íslensk muna- og minjasöfn (2009).
Nefndin tekur málið ekki til frekari umfjöllunar.

Skýrsla um Landhelgisgæslu ríkisins: verkefni erlendis.
Nefndin tekur málið ekki til frekari umfjöllunar en samþykkt var að vekja athygli allsherjar- og menntamálanefndar á skýrslunni en í henni er kallað eftir heildarstefnumörkun um landhelgisgæslumál.

Skýrsla um rekstur og fjárhagsstöðu Ábyrgðarsjóðs launa.
Samþykkt var að kalla eftir upplýsingum um hvort og þá hvernig brugðist hefði verið við tillögum Ríkisendurskoðunar.

Skýrsla um eftirfylgni: Eftirlit með innheimtu sekta og sakarkostnaðar (2009).
Nefndin tekur málið ekki til frekari umfjöllunar enda er málefni í skoðun hjá viðeigandi aðilum stjórnsýslunnar.

Skýsla um fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins (Oracle). Undirbúningur og innleiðing.
Samþykkt var að ræða skýrsluna samhliða nýrri skýrslu um Orra sem forseti Alþingis vísaði til nefndarinnar til umfjöllunar 19. júní sl.

Skýrsla um bótauppgjör við starfsmann utanríkisráðuneytis vegna tjóns á búslóð í apríl 2011.
Nefndin tekur málið ekki til frekari umfjöllunar.

Skýrsla um eftirlit með skuldum og fjármagnskostnaði ríkisstofnana.
Samþykkt var að óska eftir upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneyti um stöðu eftirlitsins og hvort breytingar hefðu orðið á því.

Skýrsla um dvalarheimili aldraðra: Rekstur og starfsemi.
Nefndin tekur málið ekki til frekari umfjöllunar.

Skýrsla um atvinnutengda starfsendurhæfinu.
Samþykkt var að óska eftir upplýsingum frá velferðarráðuneyti um hvort og þá hvernig brugðist hefði verið við ábendingum Ríkisendurskoðunar.

Skýrsla um þjónustusamning ríkisins við Farice ehf.
Samþykkt var að óska eftir upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og innanríkisráðuneyti hvort og þá hvernig bruðgist hefði verið við ábendingum Ríkisendurskoðunar.

Skýrsla um bílanefnd ríkisins.
Nefndin tekur málið ekki til frekari umfjöllunar.

Skýrsla um eftirlit Tryggingastofnunar með bótagreiðslum.
Nefndin ræddi skýrsluna og samþykkti að taka hana til frekari umfjöllunar.

Skýrsla um eftirfylgni: Meðferð umsókna og styrkja úr atvinnuþróunarsjóðum (2010).
Nefndin tekur málið ekki til frekari umfjöllunar.

Skýrsla um eftirfylgni: Verktakagreiðslur við Háskóla Íslands (2010).
Nefndin tekur málið ekki til frekari umfjöllunar.

Skýrsla um mótvægisaðgerðir vegna samdráttar þorskveiðiheimilda 2007.
Nefndin tekur málið ekki til frekari umfjöllunar.

Skýrsla um ráðstöfun framlaga til æskulýðsmála.
Nefndin tekur málið ekki til frekari umfjöllunar en samþykkt var að tilkynna allsherjar- og menntamálanefnd um skýrsluna í ljósi þess að menntamálanefnd óskaði eftir því við forsætisnefnd á 139. þingi að Ríkisendurskoðun yrði krafin um skýrsluna.