Alþjóðlegar þvingunaraðgerðir gagnvart hryðjuverkasamtökum.

(1306175)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
27.03.2014 39. fundur utanríkismálanefndar Alþjóðlegar þvingunaraðgerðir gagnvart hryðjuverkasamtökum.
Á fund nefndarinnar komu Hermann Örn Ingólfsson, Kristján Andri Stefánsson og Pétur Gunnar Thorsteinsson frá utanríkisráðuneyti.

Gerðu gestirnir grein fyrir framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Umfjöllun nefndarinnar var bundin trúnaði skv. 24. gr. þingskapa.
18.03.2014 37. fundur utanríkismálanefndar Alþjóðlegar þvingunaraðgerðir.
Á fund nefndarinnar komu Hermann Örn Ingólfsson og Pétur Gunnar Thorsteinsson frá utanríkisráðuneyti.

Gerðu þeir grein fyrir framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og svöruðu spurningum nefndarmanna.
20.06.2013 4. fundur utanríkismálanefndar Alþjóðlegar þvingunaraðgerðir.
Á fund nefndarinnar komu Hermann Ingólfsson, Pétur G. Thorsteinsson og Davíð Logi Sigurðsson frá utanríkisráðuneyti. Gerðu gestirnir grein fyrir tillögu um að Ísland tæki undir yfirlýsingu Evrópusambandsins frá 27. maí 2013 um innleiðingu þvingunaraðgerða ESB gagnvart Sýrlandi og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin gerði ekki athugasemd við málið.