Vinna nefndarinnar framundan.

(1308025)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
22.01.2015 27. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Starfið framundan.
Formaður fór yfir mál sem eru til umfjöllunar í nefndinni, sparisjóðaskýrslan, ársskýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2013, frv. um gagnageymd, bréf Víglundar Þorsteinssonar og Orra málið (Oracle fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins).

Formaður kynnti að formaður fjárlaganefndar hefði óskað eftir að fá umsagnarbeiðni frá nefndinni vegna 307. máls, frv. til laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga

og lagði einnig til að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd óskaði eftir að fá umsagnarbeiðni frá fjárlaganefnd um 206. mál, frv. til laga um opinber fjármál, sem var samþykkt.

Formaður kynnti tillögu að fyrirkomulagi vegna funda nefndarinnar um ,,lekamálið“ svokallaða en álit umboðsmanns Alþingis er á lokastigi og þegar það verður sent nefndinni verður fundur í nefndinni um framhaldið.

Fleira var ekki gert.
22.08.2014 56. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Vinna nefndarinnar framundan.
Formaður fór yfir mál sem eru í vinnslu hjá nefndinni og vinnu nefndarinnar næstu vikur og nefndin ræddi þau. Vék hann m.a. að máli sem varðar meintan leka á minnisblaði um hælisleitanda úr innanríkisráðuneyti (lekamálinu svokallaða), skýrslunni um aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna, frumvarpi um gagnageymd, Orra málinu (sem varðar fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins, Oracle-kerfið), umbeðnum gögnum frá Íbúðalánasjóði, bréf Víglundar Þorsteinssonar og væntanlega heimsókn frá endurskoðunarmönnum danska ríkisreikningsins fimmtudaginn 4. sept.
06.12.2013 21. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Vinna nefndarinnar framundan.
Formaður fór yfir mál sem liggja fyrir og nefndin ræddi þau ásamt því að ákveða framsögumenn.
05.12.2013 20. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Vinna nefndarinnar framundan.
Formaður dreifði yfirliti yfir stöðu mála í nefndinni sem nefndin fór yfir og ræddi málsmeðferð málanna.
27.08.2013 8. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Vinna nefndarinnar framundan.
Nefndin ræddi vinnuna framundan og þau mál sem væru til umfjöllunar.
21.08.2013 7. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Vinna nefndarinnar framundan.
Formaður fór almennt yfir vinnu nefndarinnar við skýrslur Ríkisendurskoðunar og vinnu við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð og nefndin fjallaði um málin.

Formaður minntist einnig á ályktun Alþingis nr. 29/138, frá 28. september 2010 um að sjálfstæð og óháð rannsókn fari fram á starfsemi lífeyrissjóðanna á Íslandi og úttekt nefndar sem ríkissáttasemjari skipaði að ósk Landssamtaka lífeyrissjóða um úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins. Tilkynnti formaður að vegna tengsla við málefnið muni hann ekki taka þátt í umræðu um málið.