Markaðssetning og notkun efna til sprengiefnagerðar

(1309087)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
01.11.2013 4. fundur utanríkismálanefndar Markaðssetning og notkun efna til sprengiefnagerðar
Formaður lét dreifa drögum að bréfi til utanríkisráðuneytisins, með áliti/afstöðu nefndarinnar sbr. 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála, um reglugerð (ESB) nr. 98/2013, er varðar markaðssetningu og notkun efna til sprengiefnagerðar. Reglugerðin hafði fengið efnislega umfjöllun í allsherjar- og menntamálanefnd og setti nefndin fram sjónarmið sín í áliti sem fylgdi drögum að bréfi utanríkismálanefndar til utanríkisráðuneytisins.

Framangreind drög voru samþykkt.
10.10.2013 3. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Markaðssetning og notkun efna til sprengiefnagerðar
Nefndin afgreiddi álit sitt.
08.10.2013 2. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Reglugerð nr. 98/2013 - Markaðssetning og notkun efna til sprengiefnagerðar
Á fund nefndarinnar kom Gunnlaugur Geirsson frá innanríkisráðuneytinu. Fór hann yfir reglugerð nr. 98/2013 um markaðssetningu og notkun efna til sprengigerðar og svaraði spurningum nefndarmanna.