Reglugerð ESB nr 391/2009 - eftirlit með skipum

(1309090)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
07.03.2017 8. fundur utanríkismálanefndar Reglugerð ESB nr 391/2009 - eftirlit með skipum
Formaður kynnti álit umhverfis- og samgöngunefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.
07.06.2016 52. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Reglugerð ESB nr 391/2009 - eftirlit með skipum
Á fundinn komu Jóhanna Bryndís Helgadóttir frá utanríkisráðuneyti, Sif Guðjónsdóttir frá forsætisráðuneyti og Valgerður B. Eggertsdóttir frá innanríkisráðuneyti. Sif kynnti álitsgerð ráðuneytanna varðandi stjórnskipuleg álitaefni og gestir svöruðu spurningum nefndarmanna.