Reglugerð (ESB) nr. 1203/2012 er varðar reikiþjónustu fjarskiptafyrirtækja

(1309150)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
22.01.2015 19. fundur utanríkismálanefndar Reglugerð (ESB) nr. 1203/2012 er varðar reikiþjónustu fjarskiptafyrirtækja
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 2 og 3. Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti, Rúnar Guðjónsson frá innanríkisráðuneyti og Björn Rúnar Geirsson og Þorleifur Jónasson frá Póst- og fjarskiptastofnun. Lagt var fram bréf Póst- og fjarskiptastofnunar til formanns nefndarinnar, dags. 10. desember 2014, varðandi kostnað af innleiðingu gerðanna. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.
14.10.2014 6. fundur utanríkismálanefndar Reglugerð (ESB) nr. 1203/2012 er varðar reikiþjónustu fjarskiptafyrirtækja
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 8 og 9. Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti, Rúnar Guðjónsson og Vera Sveinbjörnsdóttir frá innanríkisráðuneyti og Björn Rúnar Geirsson og Þorleifur Jónasson frá Póst- og fjarskiptastofnun. Lagt var fram bréf utanríkisráðuneytisins til formanns nefndarinnar, dags. 15. september 2014. Gestir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
18.03.2014 37. fundur utanríkismálanefndar Reglugerð (ESB) nr. 1203/2012 er varðar reikiþjónustu fjarskiptafyrirtækja
Nefndin fjallaði um reglugerð (ESB) nr. 1203/2012 er varðar reikiþjónustu fjarskiptafyrirtækja. Á fund nefndarinnar komu Anna K. Vilhjálmsdóttir frá utanríkisráðuneyti, Rúnar Guðjónsson frá innanríkisráðuneyti og Björn Geirsson og Þorleifur Jónasson frá Póst- og fjarskiptastofnun.

Fjölluðu gestirnir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
06.03.2014 34. fundur utanríkismálanefndar Reglugerð (ESB) nr. 1203/2012 er varðar reikiþjónustu fjarskiptafyrirtækja.
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.
05.03.2014 33. fundur utanríkismálanefndar Reglugerð (ESB) nr. 1203/2012 er varðar reikiþjónustu fjarskiptafyrirtækja.
Nefndin fjallaði samhliða um reglugerð (ESB) nr. 1203/2012 er varðar reikiþjónustu fjarskiptafyrirtækja og ákvörðun nr. 243/2012/ESB er varðar skipulag tíðnirófsins.
17.02.2014 26. fundur utanríkismálanefndar Reikiþjónusta fjarskiptafyrirtækja
Umfjöllun nefndarinnar um dagskrármálið var frestað.
11.12.2013 17. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Reikiþjónusta fjarskiptafyrirtækja
Málið var rætt og farið var yfir umsögn nefndarinnar til utanríkismálanefndar.
25.11.2013 12. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Reikiþjónusta fjarskiptafyrirtækja
Á fund nefndarinnar komu Kjartan Briem og Jóhannes Guðmundsson frá Vodafone og ræddu málið. Þeir svöruðu einnig athugasemdum nefndarmanna.