Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) og samskipti við hana.

(1311040)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
09.12.2013 22. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) og samskipti við hana.
Á fundinn komu Georg Lárusson og Jón Guðnason frá Landhelgisgæslunni og svöruðu spurningum nefndarmanna.
28.11.2013 18. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) og samskipti við hana.
Á fund nefndarinnar komu Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri og Jón Bjartmarz frá embætti ríkislögreglustjóra og svöruðu spurningum nefndarmanna um málið.

JÞÓ dreifði á fundinum mynd af tæknibúnaði og óskaði eftir að eftirfarandi spurning til ríkislögreglustjóra yrði bókuð:

„Getið þið komist að því hvaða búnaður þetta er á myndinni og upplýst okkur um tilgang hans?“
25.11.2013 16. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) og samskipti við hana.
Á fundinn komu kl. 16:00 Hrafnkell V. Gíslason og Björn Geirsson frá Póst- og fjarskiptastofnun og kynntu fyrir nefndinni netöryggismál ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Þá afhenti Hrafnkell þjónustulýsingu og yfirlit yfir starfsemi netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar CERT-ÍS.

Næst komu kl. 17:00 Einar Gunnarsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins og Hermann Ingólfsson frá utanríkisráðuneyti og kynntu minnisblað ráðuneytisins um samskipti við bandarísk stjórnvöld um upplýsingaskipti ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Þá fjallaði nefndin um framhald málsins m.a. með gestum.
07.11.2013 9. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) og samskipti við hana.
Á fundinn komu Ragnhildur Arnljótsdóttir frá forsætisráðuneyti, Einar Gunnarsson frá utanríkisráðuneyti og Ragnhildur Hjaltadóttir frá innanríkisráðuneyti. Formaður greindi frá því að nefndin væri að hefja yfirferð yfir mál sem sprottið hefði af uppljóstrunum Edwards Snowdens og símahlerunum þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA). Ráðuneytisstjórarnir sögðu engar vísbendingar væru um samstarf íslenskra aðila við NSA en tóku vel í samstarf við nefndina í komandi starfi.

Formaður óskaði eftir að nefndin fengi minnisblöð um málið.