Beiðni Alþjóðabankans o.fl. um að stofna Ice Circle á Íslandi.

(1312020)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
05.12.2013 13. fundur utanríkismálanefndar Beiðni Alþjóðabankans o.fl. um að stofna Ice Circle á Íslandi.
Á fund nefndarinnar komu Páll Ásgeir Davíðsson frá Vox Naturae, Jórunn Harðardóttir, framkvæmdastjóri hjá Veðurstofu Íslands, Helgi Björnsson vísindamaður hjá Verkfræði- og náttúruvísindasviði - Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, og Andrés Arnalds, fagmálastjóri Landgræðslunnar. Gerðu gestirnir grein fyrir beiðni Alþjóðabankans o.fl. um að stofna Ice Circle á Íslandi.

Til grundvallar umfjöllunar nefndarinnar voru eftirtalin gögn:
a) Minnisblað samstarfsaðila um Ice Circle, dags. 29. nóvember 2013.
b) Skýrsla frá fundi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, dags. 31. maí 2013, þar sem Ice Circle var kynnt.