Áform um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003

(1312094)
Efnahags- og viðskiptanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
16.05.2014 79. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Áform um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003
Á fund nefndarinnar komu Esther Finnbogadóttir og Maríanna Jónasdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Sturla Pálsson frá Seðlabanka Íslands. Gestirnir kynntu nefndinni hugmyndir um breytingu á lögum um tekjuskatt og svöruðu spurningum nefndarmanna.
21.12.2013 41. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Áform um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003
Á fund nefndarinnar kom Maríanna Jónasdóttir frá fjármála- og efnahagráðuneytinu. Maríanna kynnti nefndinni hugmyndir um breytingu á lögum um tekjuskatt og svaraði spurningum nefndarmanna.
PHB lagði fram bókun þess efnis að hann gerði athugasemdir við hraða málsins og að nefndin hefði í hyggju að leggja fram frumvarp sem samið hefði verið utan Alþingis.
20.12.2013 40. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Áform um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003
Nefndin ræddi hugmyndir um að leggja fram frumvarp til breytingar á lögum um tekjuskatt.