Rekstrarstaða og reiknilíkan framhaldsskóla

(1402116)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
06.05.2014 49. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Rekstrarstaða og reiknilíkan framhaldsskóla
Nefndin ræddi málið og samþykkti að ljúka umfjöllun sinni um skýrsluna.
11.03.2014 37. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Rekstrarstaða og reiknilíkan framhaldsskóla - skýrsla Ríkisendurskoðunar.
Formaður kynnti samhljóða bréf nefndarinnar til mennta- og menningarmálaráðuneytis og allsherjar- og menntamálanefndar vegna málsins og nefndin samþykkti þau.
05.03.2014 36. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Rekstrarstaða og reiknilíkan framhaldsskóla
Formaður lagði fram drög að bréfum til mennta- og menningarmálaráðuneytis og allsherjar- og menntamálanefndar vegna málsins sem nefndin ræddi. Samþykkt var að taka drögin til frekari umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar.
04.03.2014 35. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Rekstrarstaða og reiknilíkan framhaldsskóla
Á fund nefndarinnar komu Arnór Guðmundsson og Gísli Þór Magnússon frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og Kristín Kalmansdóttir, Hilmar Þórissong og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Ræddu þau skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstrarstöðu og reiknilíkan framhaldsskóla og svöruðu spurningum nefndarmanna.
27.02.2014 34. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Rekstrarstaða og reiknilíkan framhaldsskóla
Á fundinn komu Kristín Kalmandsdóttir og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun og kynntu skýrsluna ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.