Fundur sameiginlegur EES-nefndarinnar 4. apríl 2014

(1403198)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
01.04.2014 42. fundur utanríkismálanefndar Fundur sameiginlegur EES-nefndarinnar 4. apríl 2014
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um fund sameiginlegu EES-nefndarinnar 4. apríl 2014.

Nefndin ákvað að taka til nánari athugunar, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga um þingsköp Alþingis nr. 55/1991, efni eftirtalinna gerða:
- reglugerðar (ESB) nr. 141/2003, er varðar Heilsufarsrannsókn Evrópusambandsins (European health interview survey - EHIS), sbr. fyrirhugaða ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 57/2014,
- reglugerðar (ESB) nr. 812/2013, er varðar orkumerkingar vatnshitara, geymslutanka fyrir heitt vatn og pakka með vatnshitara og búnaði sem nýtir sólarorku, sbr. fyrirhugaða ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 47/2014,
- reglugerðar (ESB) nr. 801/2013, er varðar kröfur varðandi visthönnun raf- og rafeindatækja til heimilis- og skrifstofunota með tilliti til aflþarfar þeirra í reiðuham eða þegar slökkt er á þeim og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 642/2009 að því er varðar kröfur varðandi visthönnun á sjónvörpum, sbr. fyrirhugaða ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 47/2014,
- reglugerðar (ESB) nr. 811/2013, er varðar orkumerkingar hitara fyrir rými, sambyggðra hitara, pakka með hitara fyrir rými, hitastýringu og búnaði sem nýtir sólarorku og pakka með sambyggðum hitara, hitastýringu og búnaði sem nýtir sólarorku, sbr. fyrirhugaða ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 47/2014,
- ákvörðunar 2013/633/ESB, er varðar gildistíma viðmiða fyrir veitingu umhverfismerkis ESB fyrir raf- eða gasdrifnar varmadælur, sbr. fyrirhugaða ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 55/2014.

Með hliðsjón af fyrrgreindu ákvað nefndin að beina þeirri ósk til utanríkisráðherra að íslensk stjórnvöld beittu sér fyrir því að fyrirhuguðum þremur ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 47/2014, nr. 55/2014 og nr. 57/2014, er vörðuðu upptöku framangreindra ESB-gerða í EES-samninginn, yrðu teknar af dagskrá fundar sameiginlegu EES-nefndarinnar 4. apríl 2014 á meðan utanríkismálanefnd Alþingis fjallaði nánar um málið.
28.03.2014 41. fundur utanríkismálanefndar Fundur sameiginlegur EES-nefndarinnar 4. apríl 2014
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir og Anna Katrín Vilhjálmsdóttir frá utanríkisráðuneyti, Glóey Finnsdóttir og Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Erla Sigríður Gestsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, og Hrafnhildur Arnkelsdóttir og Rósmundur Guðnason frá Hagstofu Íslands.

Gerðu gestirnir grein fyrir fyrirhuguðum málum á dagskrá fundar sameiginlegur EES-nefndarinnar 4. apríl 2014 og svöruðu spurningum nefndarmanna.