Stjórnun og rekstur Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Eftirfylgniskýrsla

(1406002)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
05.02.2015 31. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Stjórnun og rekstur Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Eftirfylgniskýrsla
Samþykkt að ítreka beiðni til mennta- og menningarmálaráðuneytis um nánari skýringar á skilyrðum fyrir styrkveitingum erlendis frá t.d. Norðurlandaráði í tengslum við Norrænu eldfjallastöðina.
03.02.2015 30. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Stjórnun og rekstur Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Eftirfylgniskýrsla
Frestað.
16.10.2014 8. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnun og rekstur Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Eftirfylgniskýrsla
Á fundinn komu Björn Þór Hermannsson og Álfrún Tryggvadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytið og Kristín Kalmansdóttir og Elísabet Stefánsdóttir frá Ríkisendurskoðun. Björn Þór gerði grein fyrir sjónarmiðum ráðuneytisins varðandi ábendingar Ríkisendurskoðunar og sjónarmiðum varðandi framsetningu fjárheimilda. Gestir svöruðu spurningum nefndarmanna.

Samþykkt að óska eftir nánari skýringum á skilyrðum fyrir styrkveitingum erlendis frá t.d. Norðurlandaráði í tengslum við Norrænu eldfjallastöðina.
14.10.2014 7. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Stjórnun og rekstur Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Eftirfylgniskýrsla
Á fundinn komu Hellen Gunnarsdóttir og Auður Björg Árnadóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Bryndís Brandsdóttir og Sigurður Guðnason frá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, og Hilmar Bragi Janusson, Jenný Bára Jensdóttir og Þórður Kristinsson frá Háskóla Íslands og Kristín Kalmansdóttir, Þórir Óskarsson og Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir frá Ríkisendurskoðun. Þau gerðu grein fyrir afstöðu til ábendinga Ríkisendurskoðunar og stöðu málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.
25.09.2014 4. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Stjórnun og rekstur Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Eftirfylgniskýrsla
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir, Þórir Óskarsson, Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir og Elísabet Stefánsdóttir frá Ríkisendurskoðun. Kristín fór yfir skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.