Tilskipun 2014/28 um samhæfingu ákvæða um markaðssetningu og eftirlit með sprengiefnum til almennra nota

(1409131)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
01.10.2014 4. fundur utanríkismálanefndar Tilskipun 2014/28/ESB um samhæfingu ákvæða um markaðssetningu og eftirlit með sprengiefnum til almennra nota
Formaður kynnti álit allsherjar- og menntamálanefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.
25.09.2014 5. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Tilskipun 2014/28 um samhæfingu ákvæða um markaðssetningu og eftirlit með sprengiefnum til almennra nota
Nefndin afgreiddi álit sitt á tilskipun 2014/28/ESB. Allir nefndarmenn samþykkir áliti.
23.09.2014 4. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Tilskipun 2014/28 um samhæfingu ákvæða um markaðssetningu og eftirlit með sprengiefnum til almennra nota
Á fund nefndarinnar komu Rúnar Guðjónsson frá innanríkisráðuneytinu, Jón Vilberg Guðjónsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Anna Katrín Vilhjálmsdóttir og Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir tilskipun 2014/28/ESB og svöruðu spurningum nefndarmanna.