Reglugerð (ESB) nr. 520/2012 er varðar skyldu markaðsleyfishafa lyfja til að halda úti grunnskjali lyfjagátarkerfis

(1409279)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
25.11.2014 15. fundur utanríkismálanefndar Reglugerð (ESB) nr. 520/2012 er varðar skyldu markaðsleyfishafa lyfja til að halda úti grunnskjali lyfjagátarkerfis
Formaður gerði grein fyrir áliti velferðarnefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.
19.11.2014 16. fundur velferðarnefndar Reglugerð (ESB) nr. 520/2012 er varðar skyldu markaðsleyfishafa lyfja til að halda úti grunnskjali lyfjagátarkerfis
Nefndin afgreiddi álit um málið til utanríkismálanefndar.
29.10.2014 11. fundur velferðarnefndar Reglugerð (ESB) nr. 520/2012 er varðar skyldu markaðsleyfishafa lyfja til að halda úti grunnskjali lyfjagátarkerfis
Nefndin fékk á sinn fund Einar Magnússon og Jón Fannar Kolbeinsson frá velferðarráðuneyti og Sindra Kristjánsson frá Lyfjastofnun sem kynntu efni reglugerðarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.