Árlegur samráðsfundur um stöðu löggæslumála í landinu

(1410273)
Allsherjar- og menntamálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
06.10.2015 6. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Árlegur samráðsfundur um stöðu löggæslumála í landinu
Á fund nefndarinnar komu Haraldur Jóhannesson og Jón Bjartmarz frá ríkislögreglustjóra, Kjartan Þorkelsson og Úlfar Lúðvíksson frá lögreglustjórafélagi Íslands og Þórunn J. Hafstein og Pétur Fenger frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
15.12.2014 28. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Vopnaeign lögreglunnar.
Nefndin afgreiddi álit sitt. Samþykkt var að senda álitið til Ríkislögreglustjóra, Innanríkisráðuneytisins, Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Landhelgisgæslunnar.
11.12.2014 26. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Vopnaeign lögreglunnar.
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.
27.11.2014 21. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Vopnaeign lögreglunnar.
Á fund nefndarinnar kom Snorri Olsen frá Tollstjóra. Fór hann yfir tengsl tollstjóraembættisins við vopnaeign lögreglu og svaraði spurningum nefndarmanna.
11.11.2014 15. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Vopnaeign lögreglunnar.
Bókun - Vopnakaup lögreglu.
Guðbjartur Hannesson, Páll Valur Björnsson, Helgi Hrafn Gunnarsson og Bjarkey Gunnarsdóttir óska eftir því að fært verði til bókar ósk um að unnin verði af Innanríkisráðuneytinu og lögreglu samantekt um feril máls varðandi vopnakaup Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar.
04.11.2014 13. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Vopnaeign lögreglunnar.
Nefndin samþykkti að trúnaður ríki um reglur um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna, sbr. 2. og 3. mgr. 50. gr. laga um þingsköp Alþingis nr. 55/1991.
Á fund nefndarinnar komu Þórunn J. Hafstein, Skúli Þór Gunnsteinsson og Ingilín Kristmannsdóttir frá innanríkisráðuneytinu og fóru þau yfir framangreindar reglur og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Á fund nefndarinnar komu Georg Lárusson, Jón Gunnarsson, Óli Ásgeir Hermannsson og Svanhildur Sverrisdóttir frá Landhelgisgæslunni. Fóru þeir yfir vopnaeign Landhelgisgæslunnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.
29.10.2014 12. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Vopnaeign lögreglunnar - upplýsingafundur.
Á fund nefndarinnar komu Georg Lárusson, Óli Ásgeir Hermannson og Svanhildur sverrisdóttir frá Landhelgisgæslunni. Fóru þau yfir vopnaeign Landhelgisgæslunnar og svörðuðu spurningum nefndarmanna.
22.10.2014 10. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Vopnaeign lögreglunnar.
Á fund nefndarinnar komu Haraldur Johannessen Ríkislögreglustjóri og Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn. Fóru þeir yfir vopnaeign lögreglunnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.