Málefnasvið nefnda.

(1410327)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
29.10.2014 10. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Málefnasvið nefnda.
Formaður fór yfir mál sem nefndin hefur áður tekið til umfjöllunar vegna álitaefna um hvort þau heyri undir málefnasvið nefndarinnar eða allsherjar- og menntamálanefndar.

Formaður kynnti að hann 1. varaformaður hefðu átt fund með formanni allsherjar- og menntamálanefndar og lagði til að erindi um:

Framkvæmd símahlustunar við rannsókn sakamála,
Um skyldur sérstaks saksóknara og héraðsdómara í tengslum við símahlustun, húsleitir o.fl.,
Verklag embættis sérstaks saksóknara við rannsókn mála,

yrðu send allsherjar- og menntamálanefnd til umfjöllunar.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjalli um mál sem varðar framkvæmd sýslumanna við uppboð.

Varðandi beiðni Birgittu Jónsdóttur um að nefndin fjalli um samantekt um skipulag lögreglu við mótmælin 2008 - 2011, lagði formaður til að allsherjar- og menntamálanefnd fjalli almennt verklag lögreglu en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd muni fjalli um skýrsluna, söfnun upplýsinga, persónuverndarsjónarmiðin o.fl.

Nefndin samþykkti tillögur formanns.