Störf peningastefnunefndar - Skýrsla frá 16. janúar 2015.

(1411057)
Efnahags- og viðskiptanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
13.04.2015 45. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Störf peningastefnunefndar - Skýrsla frá 16. janúar 2015.
Opinn fundur efnahags- og viðskiptanefndar um nýjustu skýrslu peningastefnunefndar til Alþingis í samræmi við 3. mgr. 24. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands.

Á fundinn mættu Már Guðmundsson Seðlabankastjóri, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og peningastefnunefndarmaður, Gylfi Zoega prófessor í hagfræði og peningastefnunefndarmaður og Rannveig Sigurðardóttir ritari peningastefnunefndar. Gestir kynntu nefndinni nýjustu skýrslu peningastefnunefndar og svöruðu spurningum nefndarmanna efnahags- og viðskiptanefndar.
17.11.2014 17. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Störf peningastefnunefndar
Á fund nefnarinnar komu Már Guðmundsson, Katrín Ólafsdóttir og Þórarinn G. Pétursson frá peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Gestirnir gerðu nefndinni grein fyrir störfum peningastefnunefndar og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.
12.11.2014 16. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Störf peningastefnunefndar
Ákveðið var að fundur um störf peniningastefnunefndar sem fyrirhugaður er nk. mánudag verði opinn( í beinni útsendingu).