Staða námsráðgjafa við fangelsið á Litla Hrauni

(1412061)
Allsherjar- og menntamálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
11.12.2014 26. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Staða námsráðgjafa við fangelsið á Litla Hrauni
Á fund nefndarinnar kom Þórunn Jóna Hauksdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fór hún yfir stöðu námsráðgjafa við fangelsið á Litla Hrauni og svaraði spurningum nefndarmanna.

Bókun nefndarinnar: Miðað við fjárveitingar Alþingis er 100% staða námsráðgjafa við FSu til að sinna náms- og starfsráðgjöf í íslenskum fangelsum að fullu fjármögnuð. Samkvæmt samningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins við FSu er skýrt að skólanum ber að sinna þessu verkefni. Allsherjar- og menntamálanefnd ætlast til þess að þjónustan verði innt af hendi af hálfu FSu og að mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi eftirfylgni með því að það sé gert. Þá beinir allsherjar- og menntamálanefnd því til innanríkisráðuneytis og mennta- og menningarmálaráðuneytis að ræða saman um hvort endurskoða skuli fyrirkomulag, utanumhald og ábyrgð verkefnisins en það er mat nefndarinnar að bæði ráðuneytin beri ábyrgð á því að verkefninu sé sinnt.