Breyt. á lögum um gjaldþrotaskipti (fyrningarfrestur).

(1412077)
Allsherjar- og menntamálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
10.12.2014 24. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Breyt. á lögum um gjaldþrotaskipti (fyrningarfrestur).
Á fund nefndarinnar komu Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson frá innanríkisráðuneytinu, Eiríkur Tómason frá Réttarfarsnefnd og Reimar Pétursson frá Lögmannafélagi Íslands. Fóru þeir yfir breytingar á lögum um gjaldþrotaskipti (fyrningarfrestur) og svörðuðu spurningum nefndarmanna.

Bókun nefndar: Það er afstaða nefndarinnar að þau ákvæði laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991, með síðari breytingum sem lögfest voru með lögum nr. 142/2010 um fyrningarfrest séu í gildi og halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði laganna til bráðabirgða að þau beri að endurskoða innan fjögurra ára. Nefndin beinir því hins vegar til innanríkisráðuneytisins að sú endurskoðun fari fram og allsherjar- og menntamálanefnd verði kynnt afstaða ráðuneytisins formlega.