Varnartengd verkefni

(1503073)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
10.03.2015 25. fundur utanríkismálanefndar Varnartengd verkefni
Á fund nefndarinnar komu Stefán Haukur Jóhannesson og Hermann Ingólfsson frá utanríkisráðuneyti og Ragnhildur Hjaltadóttir og Þórunn Hafstein frá innanríkisráðuneyti. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Lagður var fram á fundinum samningur frá 30. júlí 2014 milli utanríkisráðherra og innanríkisráðherra um að Ríkislögreglustjóri og Landhelgisgæsla Íslands annist tiltekin verkefni samkvæmt varnarmálalögum nr. 34/2008.

Hluti af umfjöllun nefndarinnar var bundinn trúnaði skv. 24. gr. þingskapa Alþingis.