Fjármögnun Vaðlaheiðarganga

(1506100)
Fjárlaganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
04.05.2018 45. fundur fjárlaganefndar Fjármögnun Vaðlaheiðarganga
Nefndin afgreiddi spurningalista sem sendur verður fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Auk þess mun nefndin óska eftir öllum gögnum málsins frá ráðuneytinu. Samþykkt var að minni hluti nefndarinnar myndi fara yfir svörin og gögnin og leggja fram minnisblað fyrir fjárlaganefnd um niðurstöður athugunar sinnar.
02.05.2018 44. fundur fjárlaganefndar Fjármögnun Vaðlaheiðarganga
Björn Leví Gunnarsson lagði fram skriflegar spurningar um fjármögnun Vaðlaheiðarganga. Gert er ráð fyrir að þær verði afgreiddar á fundi nefndarinnar föstudaginn 4. maí nk. og sendar fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
30.04.2018 43. fundur fjárlaganefndar Fjármögnun Vaðlaheiðarganga
Til fundarins komu Hafsteinn Hafsteinsson og Jón Gunnar Vilhelmsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeir fóru yfir minnisblöð ráðuneytisins dags. 27. apríl 2018, annars vegar „fyrirspurn fjárlaganefndar varðandi lánveitingu til Vaðlaheiðarganga hf.“ og hins vegar „spurningar um lánveitingu ríkisins til Vaðlaheiðarganga hf.“ Þá svöruðu þeir spurningum nefndarmanna um efni þeirra.
01.03.2017 30. fundur fjárlaganefndar Fjármögnun Vaðlaheiðarganga
Til fundarins komu Ágúst Orri Hauksson og Valgeir Bergman fyrir hönd Vaðlaheiðarganga hf. Þeir fóru yfir verklega stöðu framkvæmda við Vaðlaheiðargöng og fjármögnun verkefnisins. Einnig svöruðu þeir spurningum nefndarmanna.
15.02.2016 39. fundur fjárlaganefndar Fjármögnun Vaðlaheiðarganga
Til fundar við nefndina komu Valgeir Bergmann og Ágúst Torfi Hauksson frá Vaðlaheiðargöngum hf. Rætt var um stöðu framkvæmda við Vaðlaheiðargöng, verkþróun og fjármögnun gangnanna en fyrir liggur að þær lánafyrirgreiðslur ríkisins sem Alþingi hefur samþykkt duga ekki til að ljúka fjármögnun framkvæmdarinnar. Gestirnir svörðuð spurningum nefndarmanna og munu fljótlega skila nefndinni minnisblaði um ýmis atriði sem þeir voru beðnir um að gera nánari grein fyrir.
29.10.2015 14. fundur fjárlaganefndar Fjármögnun Vaðlaheiðarganga
Á fund nefndarinnar komu frá Ríkisendurskoðun Sveinn Arason, Kristín Kalmannsdóttir og Elísabet Stefánsdóttir. Rætt var um skýrslu Ríkisendurskoðunar Ríkisábyrgðir og endurlán ríkissjóðs sem kom út nú í október, einkum þann hluta hennar er lýtur að Vaðlaheiðargöngum hf.