Orri-Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins. Undirbúningur og innleiðing. Skýrsla um eftirfylgni

(1506102)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
21.01.2016 23. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Orri-Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins. Undirbúningur og innleiðing. Skýrsla um eftirfylgni
Á fundinn kom Viðar Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Stefán Kjærnested og Ingþór Karl Eiríksson frá Fjársýslu ríkisins og Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Formaður fór yfir skýrsluna og gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum og afstöðu til skýrslunnar ásamt því að svara spurningum nefndarmanna. Þá ræddi nefndin álitamál sem upp hefðu komið við málsmeðferðina og sneru m.a. að töfum og hæfiskröfum.

Samþykkt að umfjöllun nefndarinnar um eftirfylgniskýrsluna væri lokið.