Tilskipun 2014/60/ESB er varðar skil á menningarminjum

(1511031)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
26.11.2015 15. fundur utanríkismálanefndar Tilskipun 2014/60/ESB er varðar skil á menningarminjum
Formaður kynnti álit allsherjar- og menntamálanefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.
12.11.2015 13. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Tilskipun 2014/60/ESB er varðar skil á menningarminjum
Nefndin afgreiddi álit sitt á tilskipun 2014/60/ESB. Verður álit nefndarinnar sent utanríkismálanefnd til meðferðar.
10.11.2015 12. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Tilskipun 2014/60/ESB er varðar skil á menningarminjum
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Sigurð Örn Guðleifsson frá forsætisráðuneyti og Bryndísi Kjartansdóttur frá utanríkisráðuneyti.