Samningar ríkisins vegna sjúkrahótels í Ármúla. Skýrsla til Alþingis

(1601096)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
18.02.2016 27. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Samningar ríkisins vegna sjúkrahótels í Ármúla. Skýrsla til Alþingis
Á fundinn komu Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, Anna Lilja Gunnarsdotttir ráðuneytisstjóri og Dagný Brynjólfsdóttir skrifstofu hagmála og fjármála í velferðarráðuneyti.

Kristján Þór Júlíusson fór yfir stöðu málsins hjá ráðuneyti og svaraði spurningum nefndarmanna.
04.02.2016 25. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um samninga ríkisins vegna sjúkrahótels í Ármúla
Á fundinn komu Vilborg Ingólfsdóttir, Bryndís Þorvaldsdóttir og Steinunn Lárusdóttir frá velferðarráðuneyti, Páll Matthíasson, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir og Baldvin Hafsteinsson frá Landspítala, Steingrímur Ari Arason, Guðlaug Björnsdóttir og Helga Garðarsdóttir frá Sjúkratryggingum Íslands og Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Gestir gerðu grein fyrir afstöðu til efnis skýrslunnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Ákveðið að fá einnig heilbrigðisráðherra á fund vegna skýrslunnar.