Útboð á Herjólfi

(1602110)
Fjárlaganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
20.04.2016 53. fundur fjárlaganefndar Útboð á Herjólfi
Til fundar við nefndina komu Sigurður Áss Grétarsson frá Vegagerðinni, Friðfinnur Skaftason frá innanríkisráðuneytinu, Hjörtur Emilsson skipatæknifræðingur frá Navis ehf. og Andres Sigurðsson hafsögumaður hjá Vestmannaeyjabæ. Gestirnir ræddu um ýmis tæknileg atriði vegna smíði á nýrri Vestmannaeyjaferju og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Frá Vestmannaeyjabæ komu kl. 11:00 Elliði Vignisson og Auður Ósk Guðjónsdóttir. Þau ræddu um nýsmíði Vestmannaeyjaferju eins og hún snýr að Vestmannaeyjabæ og íbúum bæjarins. Einnig svöruðu þau spurningum nefndarmanna.
Um kl. 11:30 komu Ragnar Davíðsson frá Ríkiskaupum og Guðmundur Nikulásson og Gunnlaugur Grettisson frá Eimskip. Ragnar fór yfir væntanlegt útboðsferli nýsmíðinnar, tímasetningar sem henni tengjast og ýmist hagnýt mál. Guðmundur og Gunnlaugur fóru yfir nýsmíði skipsins út frá sjónarmiðum Eimskipafélagsins og svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.
13.04.2016 51. fundur fjárlaganefndar Herjólfur
Frá innanríkisráðuneytinu komu til fundarins Sigurbergur Björnsson og Friðfinnur Skaftason og frá Vegagerðinni Sigurður Áss Grétarsson. Guðlaugur Þór Þórðarson skýrði frá frumvarpi til laga um nýsmíði Herjólfs sem gert er ráð fyrir að lagt verði fyrir fjárlaganefnd á næstunni. Gestirnir fóru yfir ýmsar forsendur nýsmíðinnar og rekstrarforsendur nýs skips. Þá svöruðu þeir spurningum nefndarmanna um málið.
29.02.2016 42. fundur fjárlaganefndar Fjárhagsmál Landeyjahafnar og útboð á Herjólfi
Til fundar við nefndina komu kl. 09:30 eftirtaldir skipstjórnarmenn sem hafa látið málefni Landeyjahafnar og nýs Herjólfs til sín taka: Ólafur Ragnarsson skipstjóri, Sigmundur Einarsson skipstjóri, Sveinn Valgeirsson skipstjóri og Steinar Magnússon fyrrverandi skipstjóri á Herjólfi. Gestirnir lögðu fram fundargerð sem þeir tóku saman eftir fund í innanríkisráðuneytinu 18. febrúar sl. Þeir fóru yfir ábendingar sínar og athugasemdir um Landeyjahöfn og Herjólf og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Frá Vestmannaeyjum komu eftirfarandi gestir til fundar við nefndina kl. 10:15 Elliði Vignisson bæjarstjóri, Páll Marvin Jónsson formaður bæjarráðs, Gunnlaugur Grettisson rekstrarstjóri Herjólfs og Guðlaugur Ólafsson skipstjóri á Herjólfi. Gestirnir röktu sögu Landeyjahafnar og nýsmíði Herjólfs og ýmis mál sem upp hafa komið í því sambandi. Þeir fóru yfir stöðu samgöngumála við Vestmannaeyjar, áherslur heimamanna og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Frá Vegagerðinni komu til fundar við nefndina kl. 11:30 Hreinn Haraldsson og Sigurður Áss Grétarsson. Þeir lögðu fram minnisblað dags. 21. janúar 2016 um Landeyjahöfn, frátafir nýrrar ferju. Einnig fóru þeir yfir sögu Landeyjahafnar og nýsmíði Herjólfs og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu komu kl. 12:20 Sigurbergur Björnsson og Friðfinnur Skaftason. Þeir lögðu fram minnisblað dags. 29. febrúar 2016 um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju. Þeir röktu þá hlið málsins sem snýr að ráðuneytinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.