Reglugerð (ESB) nr. 2016/679 um persónuvernd og gagnaöryggi

(1605094)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
26.02.2018 10. fundur utanríkismálanefndar Reglugerð (ESB) nr. 2016/679 um persónuvernd og gagnaöryggi
Á fund nefndarinnar komu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og Álfrún Perla Baldursdóttir frá utanríkisráðuneyti, Rósa Dögg Flosadóttir frá dómsmálaráðuneyti og Vigdís Eva Líndal frá Persónuvernd.

Gestirnir gerðu grein fyrir gerðinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.
06.02.2018 8. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Reglugerð (EB) nr. 2016/679 um persónuvernd og gagnaöryggi
Nefndin fjallaði um málið. Samþykkt að afgreiða álit til utanríkismálanefndar, allir með en Jón Þór Ólafsson lætur vita ef hann verður á álitinu með fyrirvara.
05.02.2018 7. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Reglugerð (EB) nr. 2016/679 um persónuvernd og gagnaöryggi
Frestað að taka málið fyrir.
24.01.2018 4. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Reglugerð (EB) nr. 2016/679 um persónuvernd og gagnaöryggi
Á fund nefndarinnar komu Álfrún Perla Baldursdóttir og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Rósa Dögg Flosadóttir frá dómsmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og þær breytingar sem reglugerðin mun hafa í för með sér og svöruðu spurningum nefndarmanna.
07.03.2017 9. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Reglugerð (EB) nr. 2016/679 um persónuvernd og gagnaöryggi
Á fundinn komu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og Steinlaug Högnadóttir frá utanríkisráðuneyti, Rósa Dögg Flosadóttir frá innanríkisráðuneyti og Helga Þórisdóttir og Vigdís Eva Líndal frá Persónuvernd. Gestir kynntu málið og þær breytingar sem reglugerðin mun hafa í för með sér og svöruðu spurningum nefndarmanna.
23.08.2016 78. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Reglugerð 2016/679 um persónuvernd og gagnaöryggi
Nefndin afgreiddi álit sitt til utanríkismálanefndar. Allir viðstaddir nefndarmenn voru samþykkir álitinu.
10.08.2016 74. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Reglugerð 2016/679 um persónuvernd og gagnaöryggi
Nefndin hóf umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Rúnar Guðjónsson og Þorstein Gunnarsson frá innanríkisráðuneyti og Helgu Þórisdóttur frá Persónuvernd. Gestir viðruðu sjónarmið um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.