Málefni skuldara

(1605099)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
12.08.2016 57. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Málefni skuldara
Á fundinn komu Ámundi Loftsson frá Heimkomu og Elsa Ísfeld Arnórsdóttir, Aðalsteinn Símonarson og Björn Kirstján Arnarsson og gerðu grein fyrir sínum sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.
08.06.2016 53. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Málefni skuldara
Á fundinn komu Ásta Sigrún Helgadóttir og Lovísa Ósk Þrastardóttir frá Umboðsmanni skuldara. Gestir gerðu grein fyrir svari stofnunarinnar við greinargerð Heimkomu, félags gerðarþola Umboðsmanns skuldara og minnisblaði frá 1. júní 2016 um stöðu mála hjá embættinu. Þá svöruðu gestir spurningum nefndarmanna.
20.05.2016 48. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Heimkoma, félag gerðarþola Umboðsmanns skuldara.
Á fundinn mættu Ámundi Loftsson, Gréta Jónsdóttir, Aðalsteinn Símonarson, Sigrún Kristín Guðmundsdóttir, Bjarni V. Bergmann og Ólafur Snævar Ögmundsson frá Heimkomu, félagi gerðarþola Umboðsmanns skuldara. Gestir kynntu nefndinni samantekt félagsins um störf Umboðsmanns skuldara og afleiðingar þeirra og svöruðu spurningum nefndarmanna.