Meðferð mála í stjórnsýslunni

(1608069)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
26.09.2016 73. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Meðferð mála í stjórnsýslunni
Formaður nefndarinnar, Ögmundur Jónasson, kynnti drög að bréfi til innanríkisráðherra og forsætisnefndar Alþingis. Samþykkt að senda bréfið.
19.09.2016 70. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Meðferð mála í stjórnsýslunni
Nefndin ræddi málsmeðferð.
08.09.2016 66. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Meðferð mála í stjórnsýslunni
Jón Höskuldsson frá dómstólaráði kom á fund nefndarinnar, ræddi málið og svaraði spurningum nefndarmanna.
Þá komu Anna Birna Þráinsdóttir og Þórólfur Halldórsson frá Sýslumannafélagi Íslands, ræddu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
01.09.2016 63. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Meðferð mála í stjórnsýslunni
Á fundinn kom Áslaug Björgvinsdóttir fyrrverandi héraðsdómari og gerði grein fyrir sjónarmiðum varðandi umbætur á stjórnsýslu dómstólanna ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.
30.08.2016 62. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Meðferð mála innan stjórnsýslunnar
Á fundinn kom Arngrímur F. Pálmason og gerði grein fyrir sjónarmiðum varðandi meðferð sinna mála fyrir dómstólum og innan stjórnsýslunnar.