Tillaga landsdeilda Finnland og Íslands um íslensku og finnsku sem vinnutungumál hjá Norðurlandaráði

Frumkvæðismál (1609071)
Íslandsdeild Norðurlandaráðs

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
06.09.2018 10. fundur Íslandsdeildar Norður­landa­ráðs Tillaga landsdeilda Finnland og Íslands um íslensku og finnsku sem vinnutungumál hjá Norðurlandaráði
Þingmenn ítrekuðu þá afstöðu sína að áfram ætti að vinna á grundvelli málamiðlunartillögu C frá Norðurlandaráði sem felur í sér að sænska, norska, danska, íslenska og finnska verði opinber tungumál í Norðurlandaráði, að fundargögn verði í auknum mæli þýdd og að túlkun aukin en að vinnutungumálin á skrifstofu Norðurlandaráðs verði eftir sem áður sænska, danska og norska.
03.04.2018 6. fundur Íslandsdeildar Norður­landa­ráðs Tillaga landsdeilda Finnlands og Íslands um íslensku og finnsku sem vinnutungumál hjá Norðurlandaráði
Samþykkt var að fela ritara að koma því á framfæri við skrifstofu Norðurlandaráðs að enn vanti að skilgreina hvað nákvæmlega felist i því að gera íslensku og finnsku að vinntungumálum til jafns við skandinavísku málin og í framhaldi af því að gera kostnaðaráætlun.
16.01.2018 2. fundur Íslandsdeildar Norður­landa­ráðs Tillaga landsdeilda Finnland og Íslands um íslensku og finnsku sem vinnutungumál hjá Norðurlandaráði
Íslandsdeild ákvað að leita leiða til að styrkja stöðu íslensku í norrænu samstarfi og að boða sérfræðing á fund til að segja frá nýjungum á sviði túlkunar og þýðinga. Ritara falið að kanna málið.
12.09.2017 6. fundur Íslandsdeild Norður­landa­ráðs Tillaga landsdeilda Finnland og Íslands um íslensku og finnsku sem vinnutungumál hjá Norðurlandaráði
09.05.2017 3. fundur Íslandsdeildar Norður­landa­ráðs Tillaga landsdeilda Finnlands og Íslands um íslensku og finnsku sem vinnutungumál hjá Norðurlandaráði
Tillaga að umsögn Íslandsdeildar um tillöguna sem lögð var fyrir fundinn var samþykkt einróma.
20.09.2016 4. fundur Íslandsdeildar Norður­landa­ráðs Afstaða Íslandsdeildar Norðurlandaráðs til tillögu finnsku landsdeildarinnar um íslensku og finnsku sem vinnutungumál hjá Norðurlandaráði
Íslandsdeild Norðurlandaráðs lýsti eindregnum stuðningi við tillögu Finna um að gera íslensku og finnsku að vinnutungumálum í Norðurlandaráði og samþykkti að flytja tillöguna með finnsku landsdeildinni í Norðurlandaráði á Norðurlandaráðsþingi 2016.