Þátttaka Íslandsdeildar á Norðurlandaráðsþingi í Kaupmannahöfn

(1609074)
Íslandsdeild Norðurlandaráðs

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
20.09.2016 4. fundur Íslandsdeildar Norður­landa­ráðs Þátttaka Íslandsdeildar á Norðurlandaráðsþingi í Kaupmannahöfn
Formaður Íslandsdeildar lýsti þeirri skoðun sinni að réttast væri að meðlimir Íslandsdeildarinnar héldu umboði sínu í Norðurlandaráði eftir kosningar, óháð því hvort þeir verða endurkjörnir eða ekki, þangað til ný landsdeild hefði verið skipuð og gætu tekið þátt í Norðurlandaráðsþingi með sama hætti og gert er í Finnlandi. Hann sagði að ef þessi leið yrði farin yrði þátttaka Íslendinga mun öflugri en ef unnið yrði í samræmi núgildandi reglur. Fundurinn lýsti stuðningi við þessa skoðun formannsins og var honum falið að fylgja málinu eftir og beita sér fyrir þeim breytingum sem þarf að gera til þess að þetta verði hægt.