Kosning formanns

(1701115)
Allsherjar- og menntamálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
26.01.2017 7. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Kosning formanns
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lagði til að hún yrði kosin formaður nefndarinnar.

Tillagan var samþykkt af meiri hluta; Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, Nichole Leigh Mosty, Birgi Ármannssyni, Valgerði Gunnarsdóttur og Pawel Bartoszek.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Orri Páll Jóhannsson, fulltrúar Pírata, Einar Brynjólfsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, og fulltrúi Framsóknarflokksins, Eygló Harðardóttir, lögðu fram eftirfarandi bókun:

„Við hörmum að ekki hafi náðst samkomulag um skiptingu formanns- og varaformannsembætta í nefndum í takt við 14. gr. þingskapalaga en henni var breytt 2011 í takt við skýrslu þingmannanefndar um bætt vinnubrögð í þinginu. Það er bagalegt að minnsti mögulegi meirihluti á Alþingi gegni þannig öllum formanns- og varaformannsembættum í nefndum þingsins sökum þess að ekkert slíkt samkomulag náðist.“