Kynning á starfi utanríkismálanefndar

(1701163)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
31.01.2017 2. fundur utanríkismálanefndar Kynning á starfi utanríkismálanefndar
Nefndarritari utanríkismálanefndar gerði grein fyrir starfi nefndarinnar og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom Hildur Eva Sigurðardóttir forstöðumaður nefndasviðs Alþingis, gerði grein fyrir starfsreglum fastanefnda og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu Finnur Þór Birgisson, Unnur Orradóttir Ramette og Helga Hauksdóttir frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir gerðu grein fyrir EFTA- og EES-samstarfinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Ritari EES-mála gerði grein fyrir þinglegri meðferð EES-mála og svaraði spurningum nefndarmanna.