Tilskipun Trumps Bandaríkjaforseta um ferðabann

(1701167)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
02.02.2017 3. fundur utanríkismálanefndar Tilskipun Trumps Bandaríkjaforseta um ferðabann
Gestir voru Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ásamt Borgari Þór Einarssyni, Helgu Hauksdóttur, Jörundi Valtýssyni, Maríu Erlu Marelsdóttur, Unni Orradóttur Ramette, Gunnari Snorra Gunnarssyni og Andra Lútherssyni frá utanríkisráðuneyti.

Eftirfarandi minnisblöðunum var dreift á fundinum:
1. Opinber viðbögð stjórnvalda í helstu grannríkjum við tilskipun Bandaríkjaforseta.
2. Framkvæmdatilskipun Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, frá 27. janúar 2017 um „Vernd þjóðarinnar gegn komu erlendra hryðjuverkamanna til Bandaríkjanna".

Ráðherra fór yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.