Öryggi í miðborg Reykjavíkur

(1702156)
Allsherjar- og menntamálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
07.03.2017 18. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Öryggi í miðborg Reykjavíkur
Á fund nefndarinnar komu Sigríður Björk Guðjónsdóttir, Kristján Ólafur Guðnason, Jónas Orri Jónasson og Jóhann Karl Þórisson frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Halldóra Gunnarsdóttir, Örn Sigurðsson, Hrólfur Jónsson og Áshildur Bragadóttir frá Reykjavíkurborg. Gestir gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi öryggi í miðborg Reykjavíkur og svöruðu spurningum nefndarmanna.
02.03.2017 17. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Ofbeldi í samfélaginu.
Á fund nefndarinnar komu Ragna Bjarnadóttir, María Rut Kristinsdóttir og Hildur Dungal frá innanríkisráðuneyti og Ingibjörg Broddadóttir frá velferðarráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir vinnu stjórnvalda tengt ofbeldi í íslensku samfélagi og svöruðu spurningum nefndarmanna.
22.02.2017 7. fundur velferðarnefndar Ofbeldi í íslensku samfélagi
Sigþrúður Guðmundsdóttir frá Kvennaathvarfinu mætti á fund nefndarinnar, fór yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.