Dómar Mannréttindadómstóls Evrópu um vernd tjáningarfrelsis og bann við endurtekinni málsmeðferð vegna sama brots (ne bis in idem).

(1705183)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
26.05.2017 31. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Dómar Mannréttindadómstóls Evrópu um vernd tjáningarfrelsis og bann við endurtekinni málsmeðferð vegna sama brots (ne bis in idem).
Formaður kynnti erindi Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands varðandi umsókn um rannsóknarstyrk vegna dóma Mannréttindadómstóls Evrópu um brot íslenska ríkisins á tjáningarfrelsi.

Nefndin sammála um mikilvægi þess að nefndin fengi ítarlega athugun á þessu og að stofnunin fengi styrk til verkefnisins.

Formaður upplýsti varðandi dóma um bann við endurtekinni málsmeðferð vegna sama brots (ne bis in idem) þyrfti nefndin að safna gögnum m.a. um viðbrögð Svía og Norðmanna, til þess að geta skoðað málið.