Ákvarðanir dómsmálaráðherra og verklag við vinnslu tillögu til Alþingis um skipan dómara í Landsrétt sbr. 13. gr. laga um þingsköp Alþingis.

(1706043)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
03.04.2019 42. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Ákvarðanir dómsmálaráðherra og verklag við vinnslu tillögu til Alþingis um skipan dómara í Landsrétt sbr. 13. gr. laga um þingsköp Alþingis.
Á fundinn kom Bjarni Már Magnússon og gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu og svaraði spurningum nefndarmanna.
28.03.2019 40. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Ákvarðanir dómsmálaráðherra og verklag við vinnslu tillögu til Alþingis um skipan dómara í Landsrétt sbr. 13. gr. laga um þingsköp Alþingis.
Á fundinn komu Björg Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands og Ragnhildur Helgadóttir prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Þær gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu og svöruðu spurningum nefndarmanna.
06.02.2018 8. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Ákvarðanir dómsmálaráðherra og verklag við vinnslu tillögu til Alþingis um skipan dómara í Landsrétt sbr. 13. gr. laga um þingsköp Alþingis.
Formaður lagði til að nefndin gerði hlé á umfjöllun sinni til að gefa umboðsmanni Alþingis rými til að taka afstöðu til þess hvort hann hefji frumkvæðisathugun á málinu. Nefndin samþykkti tillöguna.

Einnig var samþykkt að hefji nefndin umfjöllun um málið að nýju, e.a. eftir umfjöllun umboðsmanns Alþingis, muni nefndin afmarka sína athugun á viðfangsefninu.
05.02.2018 7. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Ákvarðanir dómsmálaráðherra og verklag við vinnslu tillögu til Alþingis um skipan dómara í Landsrétt sbr. 13. gr. laga um þingsköp Alþingis.
Á fundinn kom Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis og gerði grein fyrir undirbúningi og ferli umfjöllunar og atkvæðagreiðslu um málið í þingsal ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst kom Ragnhildur Helgadóttir prófessor í stjórnskipunarrétti og gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.
31.01.2018 6. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Ákvarðanir dómsmálaráðherra og verklag við vinnslu tillögu til Alþingis um skipan dómara í Landsrétt sbr. 13. gr. laga um þingsköp Alþingis.
Á fundinn komu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis.

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, fór yfir verklag við vinnslu tillögu til Alþingis um skipan dómara í Landsrétt og svaraði spurningum nefndarmanna.

Fleira var ekki gert.
18.01.2018 3. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Ákvarðanir dómsmálaráðherra og verklag við vinnslu tillögu til Alþingis um skipan dómara í Landsrétt sbr. 13. gr. laga um þingsköp Alþingis.
Á fundinn komu Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis og Þórhallur Vilhjálmsson forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis og gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst kom Björg Thorarensen og gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Formaður kynnti tillögur að gestum og ráðgjöf vegna málsins en ákvörðun um það var frestað.
20.12.2017 1. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Tillaga um að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kanni ákvarðanir dómsmálaráðherra og verklag við vinnslu tillögu til Alþingis um skipan dómara í Landsrétt sbr. 13. gr. laga um þingsköp Alþingis.
Nefndin fjallaði um málið.

Jón Þór Ólafsson, 2. varaformaður, lagði fram eftirfarandi tillögu og bókun: „Að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fái aðgang að öllum gögnum frá dómsmálaráðherra, dómsmálaráðuneytinu, öðrum ráðherrum og ráðuneytum og öðrum stjórnvöldum ef það á við, sem varða ákvarðanir og verklag dómsmálaráðherra við skipan dómara í Landsrétt, á grundvelli 1. mgr. 51. gr. þingskapa.“

Samþykkt að óska eftir gögnum og fá gesti á fund vegna málsins.
15.06.2017 40. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Tillaga um að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kanni ákvarðanir dómsmálaráðherra og verklag við vinnslu tillögu til Alþingis um skipan dómara í Landsrétt sbr. 13. gr. laga um þingsköp Alþingis.
Á fundinn komu Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis og Þórhallur Vilhjálmsson, forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni tillögunnar.
08.06.2017 39. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Tillaga um að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kanni ákvarðanir dómsmálaráðherra og verklag við vinnslu tillögu til Alþingis um skipan dómara í Landsrétt sbr. 13. gr. laga um þingsköp Alþingis.
Nefndin fjallaði um tillöguna og samþykkti að fá gesti á næsta fund til að fjalla um málið.