Önnur mál

Önnur mál nefndarfundar (1709038)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
19.10.2017 7. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Jón Þór Ólafsson annar fulltrúi í Pírata í nefndinni lagði fram eftirfarandi bókun: „Enn er óafgreidd fundarbeiðni Pírata um að nefndin fundi um málefni er varða það hvort þingmenn ættu í einhverjum tilvikum að flokkast sem innherjar. Í 121. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, er kveðið á um að með tímabundnum innherja sé átt við aðila sem telst ekki fruminnherji en búi yfir innherjaupplýsingum vegna eignaraðildar, starfs síns, stöðu eða skyldna og í 123. gr. sömu laga er kveðið á um að innherja sé óheimilt að afla eða ráðstafa fjármálagerningum, fyrir eigin reikning eða annarra, búi hann yfir innherjaupplýsingum. Fulltrúar Pírata telja fullt tilefni fyrir nefndina að fjalla um málið og óska eftir að formaður nefndarinnar boði til fundar í nefndinni við fyrsta tækifæri.“

Fleira var ekki gert.
26.09.2017 6. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Formaður vakti athygli á að athugasemdir hefðu borist frá Ríkisendurskoðun vegna færslu í fundargerð varðandi stjórnsýslu dómstóla en upplýst var að stofnunin hefur ekki hafið stjórnsýsluendurskoðun á stjórnsýslu dómstóla.

Formaður kynnti að fulltrúar frá Kosningaeftirlitsskrifstofu ÖSE í Varsjá, ODIHR, eru væntanlegir til landsins til að meta þörfina á kosningaeftirliti við alþingiskosningarnar sem fara fram þann 28. október nk., og hefðu hug á að hitta nefndina eða fulltrúa úr henni 3. október n.k.

Fleira var ekki gert.
26.09.2017 5. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
21.09.2017 4. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
19.09.2017 2. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
14.09.2017 1. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Svandís Svavarsdóttir kynnti að hún og Haraldur Benediktsson sem skipa undirhóp nefndarinnar sem falið var að fjalla um álitaefni í tengslum við lög um opinber fjármál hafi lokið vinnu við gerð minnisblaðs vegna málsins sem nefndin fái sent. Ákveðið að taka fyrir á næsta fundi.

Jón Þór Ólafsson óskaði eftir að nefndin héldi opinn fund með Sigríði Á. Andersen vegna reglna um uppreist æru. Nefndin samþykkti að halda fundinn og formanni falið að kanna mögulega tímasetningu við ráðherra.

Fleira var ekki gert.