Sumarfundur forsætisnefndar Norðurlandaráðs í Noregi 26.-28. júní 2018

(1711371)
Íslandsdeild Norðurlandaráðs

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
21.06.2018 9. fundur Íslandsdeildar Norður­landa­ráðs Sumarfundur forsætisnefndar Norðurlandaráðs í Noregi 26.-28. júní 2018
Farið var yfir helstu mál sem eru á dagskrá sumarfundar forsætisnefndar. Samstaða var meðal þingmanna um að styðja málamiðlunarlausn (merkt „C“ í minnisblaði skrifstofu Norðurlandaráðs) varðandi sameiginlega tillögu Finna og Íslendinga um að gera finnsku og íslensku að vinnutungumálum í Norðurlandaráði til jafns við skandinavísku málin, þó þannig að einingu Íslendinga og Finna í þessu máli yrði ekki stefnt í voða. Varðandi þá endurskoðun sem skrifstofa Norðurlandaráðs er að vinna að á fyrirkomulagi verðlauna Norðurlandaráðs var ákveðið að boða fulltrúa Norræna hússins á fund ÍNR fljótlega til að fara yfir málin.
16.01.2018 2. fundur Íslandsdeildar Norður­landa­ráðs Sumarfundur forsætisnefndar Norðurlandaráðs í Noregi 26.-28. nóvember 2018
Íslandsdeild Norðurlandaráðs færði upplýsingarnar til bókar.