Fundur forsætisnefndar Norðurlandaráðs í Finnlandi 10.-11. desember 2018

(1801125)
Íslandsdeild Norðurlandaráðs

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
17.12.2018 4. fundur Íslandsdeild Norður­landa­ráðs Fundur forsætisnefndar Norðurlandaráðs í Finnlandi 10.-11. desember 2018
07.12.2018 3. fundur Íslandsdeildar Norður­landa­ráðs Fundur forsætisnefndar Norðurlandaráðs í Finnlandi 10.-11. desember 2018
Oddný G. Harðardóttir, starfandi formaður, sagði frá helstu málum sem verða á dagskrá fundar forsætisnefndar Norðurlandaráðs 10.-11. desember í menningarmiðstöðinni Hanaholmen í Espoo í Finnlandi. Hún sagði einnig frá námsstefnu um öryggismál sem haldin verður 11. desember á sama stað og árlegum fundi forsætisnefndar Norðurlandaráðs með forsætisnefnd Eystrasaltsþingsins sem einnig verður haldinn þann dag.

Á fundi forsætisnefndarinnar verður meðal annars rætt um fjárhagsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir árið 2020. Norðurlandaráð óskar eftir að hafa meiri áhrif en áður á skiptingu fjárveitinga til norræns samstarfs. Íslandsdeild Norðurlandaráðs ákvað í tengslum við mótun fjárhagsáætlunarinnar fyrir árið 2020 að leggja áherslu á að tryggja fjárveitingar til þeirra fjögurra rannsóknarstofnana, þar á meðal Norrænu eldfjallastöðvarinnar, sem Norræna ráðherranefndin hefur rætt um að hætta að fjármagna. Jafnfram vill Íslandsdeild Norðurlandaráðs tryggja og auk stuðning við norrænna samstarfsverkefni sem fela í sér bein tengsl við og hagnýta þýðingu fyrir almenning á Norðurlöndum, til dæmis Nordjobb-verkefnið, upplýsingaþjónustuna Halló Norðurlönd og Norden i Skolen-vefgáttina.