Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu. Skýrsla til Alþingis.

(1802273)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
25.04.2018 31. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu. Skýrsla til Alþingis.
Á fundinn komu Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Birgir Jakobsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, Ása Þórhildur Þórðardóttir og Vilborg Ingólfsdóttir frá velferðarráðuneyti, Steingrímur Ari Arason forstjóri og Berglind Hallgrímsdóttir og Hákon Stefánsson stjórnarmenn í stjórn Sjúkratrygginga Íslands, Alma Möller landlæknir og Leifur Bárðarson frá embætti landlæknis, María Heimisdóttir og Baldvin Hafsteinsson frá Landspítala, Þórir Ólafsson, Jakob G. Rúnarsson og Elísabet Stefánsdóttir frá Ríkisendurskoðun. Jakob G. Rúnarsson kynnti meginábendingar í skýrslunni.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gerði grein fyrir afstöðu til málsins og yfirstandandi vinnu vegna heilbrigðisáætlunar. Aðrir gestir gerðu einngi grein fyrir afstöðu til málsins. Þá svöruðu gestir spurningum nefndarmanna.
09.04.2018 24. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu. Skýrsla til Alþingis.
Á fundinn komu Vilborg Ingólfsdóttir og Ása Þórhildur Þórðardóttir frá velferðarráðuneytinu, Steingrímur Ari Arason og Ingibjörg K. Þorsteinsdóttir frá Sjúkratryggingum Íslands og Sveinn Arason ríkisendurskoðandi, Jakob Rúnarsson og Markús I. Einarsson frá Ríkisendurskoðun. Gestir gerðu grein fyrir afstöðu til skýrslunnar og málsins auk þess sem þeir svöruðu spurningum nefndarmanna.

Samþykkt að óska eftir umsögnum frá fjárlaganefnd og velferðarnefnd.