Heimsókn í umhverfis- og auðlindaráðuneyti

(1803130)
Umhverfis- og samgöngunefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
15.03.2018 17. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Heimsókn í umhverfis- og auðlindaráðuneyti
Nefndin heimsótti umhverfis- og auðlindaráðuneytið og hitti þar Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra ásamt Sigríði Auði Arnardóttur ráðuneytisstjóra og Orra Páli Jóhannessyni aðstoðarmanni ráðherra. Fundinn sátu einnig skrifstofustjórar í ráðuneytinu Hugi Ólafsson, Jón Geir Pétursson, Stefán Guðmundsson og Steinunn Fjóla Sigurðardóttir auk Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur upplýsingafulltrúa, Guðnýju Láru Ingadóttur, ritara ráðherra og Þórunnar Elfu Sæmundsdóttur, ritara ráðherra. Ráðherra gerði grein fyrir áherslum sínum næsta árið, starfi ráðuneytisins og svaraði spurningum nefndarmanna.