Lánveiting til Íslandspósts

(1804204)
Fjárlaganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
21.11.2018 22. fundur fjárlaganefndar Lánveiting til Íslandspósts
Til fundarins komu Guðbjörg Sigurðardóttir, Skúli Þór Gunnsteinsson og Ottó Winther frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Fjallað var um málefni Íslandspósts ohf. út frá ábyrgðarsviði ráðuneytisins og svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.
Kl. 9:46. Til fundarins komu Ingimundur Sigurpálsson og Bjarni Jónsson frá Íslandspósti ohf. Farið var yfir stöðu fyrirtækisins og rætt um fyrirkomulag í dreifingu pósts. Þá svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.
19.11.2018 21. fundur fjárlaganefndar Lánveiting til Íslandspósts
Til fundarins komu Sigurður Helgi Helgason og Jón Gunnarsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeir kynntu lausafjárvanda Íslandspósts ohf. og mögulega þörf á því að ríkissjóður leggi félaginu til aukið lánsfé eða eigið fé um allt að 1,5 milljarða króna sbr. 6. gr. frumvarpsins. Innifalin í þeirri fjárhæð er 500 m.kr. lánsfjárheimild sem mun koma fram í væntanlegum fjáraukalögum fyrir árið 2018.
02.05.2018 44. fundur fjárlaganefndar Fjárhagur ríkisfyrirtækja
Til fundarins komu Björn Óli Hauksson og Sveinbjörn Indriðason frá Isavía. Þeir fóru yfir fjármál fyrirtækisins, framtíðaráform og svöruðu spurningum nefndarmanna.