Þemaráðstefna 2019

(1806048)
Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
24.01.2019 5. fundur Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins Þemaráðstefna 2019
Íslandsdeild undirbjó þátttöku í þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins á Íslandi 29.-31. janúar.
22.01.2019 4. fundur Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins Þemaráðstefna 2019
Íslandsdeild undirbjó þátttöku í þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins á Íslandi 29.-31. janúar.
15.01.2019 3. fundur Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins Þemaráðstefna 2019
Farið var stuttlega yfir dagskrá þemaráðstefnu.
04.12.2018 2. fundur Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins Þemaráðstefna 2019
Rætt var um skipulag þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins sem haldin verður á Íslandi í lok janúar 2019. Nefndin ákvað að fela nefndarritara í samráði við Ásmund Friðriksson að leggja lokahönd á dagskrá fundargesta á Reykjanesi. Nefndin samþykkti, að tillögu Bryndísar Haraldsdóttur, að óska eftir því við framkvæmdastjóra Vestnorræna ráðsins að á opinni ráðstefnu í Norræna húsinu yrði aukin áhersla á norðurslóðamál auk þess sem samráð yrði haft við Háskólann á Akureyri og stofnanir Norðurskautsráðs sem staðsettar eru á Akureyri.
25.09.2018 1. fundur Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins Þemaráðstefna 2019
Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins, sagði frá undirbúningi undir þemaráðstefnu sem halda á í Reykjavík í janúar 2018. Bryndís Haraldsdóttir vakti athygli á því að löng hefði væri fyrir því að halda fundi ráðsins utan höfuðborganna, að undanskildu tilraunaverkefni um að halda ársfundi í þjóðþingunum. Bryndís óskaði eftir því að málið yrði tekið upp í forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins. Ákveðið var að biðja forsætisnefnd að staðfesta ákvörðun ársfundar um þemaráðstefnuna.
12.06.2018 5. fundur Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins Þemaráðstefna 2019
Íslandsdeild ákvað að leggja til að halda þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins í Reykjavík þann 30. janúar 2019, undir þemanu Staða vestnorrænna landa í nýjum veruleika alþjóðastjórnmálanna.