Skipan sendiherra

(1901062)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
16.01.2019 23. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skipan sendiherra
Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar las upp yfirlýsingu Gunnars Braga Sveinssonar og ástæður þess að hann muni ekki mæta á fundinn. Því næst las formaður upp yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og ástæður þess að hann muni ekki mæta á fundinn.

Þá kom Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og gerði grein fyrir því að efni fundarins félli ekki undir málefnasvið fjármála- og efnahagsráðherra og væri því ekki á hans ábyrgð sem ráðherra. Þá svaraði hann spurningum nefndarmanna.

Næst kom Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og svaraði spurningum nefndarmanna.

Fleira var ekki gert.