Staða íslensku ferðaþjónustunnar eftir fall WOW-air

(1904064)
Atvinnuveganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
19.09.2019 3. fundur atvinnuveganefndar Staða íslensku ferðaþjónustunnar eftir fall WOW-air
Á fund nefndarinnar mættu Skarphéðinn Berg Steinarsson frá Ferðamálastofu og Jóhannes Þór Skúlason frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Gestirnir kynntu mál sitt og svöruðu spurningum nefndarmanna.
04.04.2019 48. fundur atvinnuveganefndar Staða íslensku ferðaþjónustunnar eftir fall WOW-air
Á fund nefndarinnar komu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og kynntu málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Því næst komu Bjarnheiður Hallsdóttir og Jóhannes Þór Skúlason frá Samtökum ferðaþjónustunnar og kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Fleira var ekki gert.