Kosning formanns og 1. og 2. varaformanns

(1909176)
Umhverfis- og samgöngunefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
17.09.2019 1. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Kosning formanns og 1. og 2. varaformanns
Formaður lagði til að kosið yrði að nýju um formann og varaformenn nefndarinnar skv. 4. mgr. 14. gr. laga um þingsköp Alþingis. Allir viðstaddir nefndarmenn studdu beiðnina og var hún því rétt fram borin af meiri hluta nefndarmanna skv. 4. mgr. 14. gr. laga um þingsköp.

Formaður greindi frá því að fyrir lægi tillaga Karls Gauta Hjaltasonar um Bergþór Ólason í embætti formanns. Hanna Katrín Friðriksson gerði tillögu Björns Levís Gunnarssonar, áheyrnarfulltrúa, um að Karl Gauti Hjaltason yrði formaður nefndarinnar, að sinni.

Hlé var gert á fundi kl. 09:01-09:04.

Að loknu hléi var fundi slitið.